Ungabörn – Verð

Í ungbarnamyndatöku mæti ég heim til barnsins þar sem bæði barni og foreldrum líður best. Myndatakan fer fram á fyrstu tveimur vikunum í lífi barnsins. Fyrir myndatökuna ræðum við saman um allan undirbúning og hvers ber að vænta. Oft vilja nýbakaðir foreldrar taka þátt og fá myndir af sér með nýja fjölskyldumeðliminum og einnig er gaman að fá myndir með eldri systkinum.

Ungbarnamyndir – 49.000,- Uppstilltar myndir af barninu og smáatriði eins og tær, hendur og eyru. -Innifalið eru um 2-3 tímar í myndatöku. -8 myndir afhentar fullunnar í netupplausn. -Hægt að gera uppstillingar með foreldrum eða systkinum.

Ungbarnamyndir og daglegt líf – 69.000,- Uppstilltar myndir af barninu og smáatriði eins og tær, hendur og eyru. Fjölskyldunni fylgt eftir og minningar fangaðar við dagleg störf. -Innifalið eru um 4-5 tímar í myndatöku. -6 hefðbundnar ungbarnamyndir. -15-20 myndir af fjölskyldulífinu. -Allar myndir afhentar fullunnar í netupplausn.

Tíminn á myndatökunum er aðeins áætlaður. Stundum getur tekið lengri eða styttri tíma að ná myndum og stundum gæti þurft að finna nýjan tíma, allt eftir dagsformi barnsins.

Hægt er að panta aukalega prentaðar stækkanir á öllum myndum.